• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Námskeiðahald

Keppnisnámskeið 2019, örfá laus pláss

Skrifað þann Mars 31 2019
  • Print
  • Netfang
Hekla
Örfá laus pláss á keppnisnámskeið fyrir barnaflokk (10-13 ára) unglingaflokk (14.-17. ára) og ungmennaflokk (18.-21.árs) hefst 3. apríl. Skráning er til 2. apríl.


Keppnisnámskeiðið er hugsað þannig að kennt er einu sinni í viku á miðvikudögum. 
Námskeiðið hefst miðvikudaginn 3.apríl. 

Í upphafi námskeiðs setja nemendur sér markmið. Að þessum markmiðum verður síðan unnið hörðum höndum. Unnið er með einstaklingsmiðaðar þarfir knapa og hests. 

Hámarksfjöldi þáttakenda eru 15 nemendur.
Tímarnir skiptast í einka- og hóptíma.

Kennari á námskeiðinu verður Hekla Katharina Kristinsdóttir og mun hún jafnframt vera til staðar fyrir keppendur á íþrótta og gæðingamótum félagsins.

Verð fyrir hvern þátttakanda er 36.000.
Skráning fer fram í gengum Sportfeng.

Hekla Katharína Kristinsdóttir er starfandi reiðkennari og þjálfari. Hún rekur tamningastöð ásamt eiginmanni sínum í Árbæjarhjáleigu 2. 
Hekla útskrifaðist sem reiðkennari frá Hólaskóla árið 2012 með hæstan samanlagðan árangur í reiðkennslu og reiðmennsku. Strax í framhaldinu kenndi hún einn vetur á Hólum. 
Hekla var mjög atkvæðamikil í barna-, unglinga- og ungmennaflokki á sínum tíma og á þar landsmótssigra sem og marga íslandsmeistaratitla. Einnig varð hún heimsmeistari ungmenna í fjórgangi árið 2011.
Í fullorðinsflokkum hefur hún orðið samanlagður íslandsmeistari í fjórgangsgreinum og verið í úrslitum í B-flokki á landsmóti ásamt mjög góðum árangri á öðrum stórum mótum. Einnig hefur hún sýnt mörg kynbótahross í góða dóma. 
Hekla hefur mikla reynslu af keppni og þjálfun hrossa. Einnig hefur hún mikla ástríðu fyrir kennslunni og við hlökkum til samstarfs við hana.

Fræðslunefnd Spretts

Allar námskeiðsfréttir

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Námskeiðahald