• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Námskeiðahald

Ýmis námskeið að hefjast í næstu viku.

Skrifað þann Janúar 05 2019
  • Print
  • Netfang
Hlaupahestur
Nú eru ýmiskonar námskeið að hefjast og skráningarfrestur er að renna út á mörg námskeið.
Við vonum að sem flestir finni námskeið við sitt hæfi. 

Á mánudag 7.jan hefjast knapamerki og Vinna við hendi hjá Hrafnhildi Helgu, fullt er orðið í Knapamerkin 3 fyrir fullorðna og byrjendahóp í vinna við hend en eitt pláss losnaði á framhaldshópinn.

7. og 8.jan hefst kennsla hjá Röggu Sam. 30.mín einkatímar, kennt í Húsasmiðjuhöllinni. Enn hægt að skrá sig hjá Röggu.

8.jan hefjast tveggjamanna tímar hjá Robba Pet. Eitt pláss er laust hjá Robba.

9.jan hefst kennsla hjá Matthíasi Kjartanssyni, kennt bæði í einkatímum og tveggjamanna tímum.

Helgina 11.-13.jan verður helgarnámskeið hjá Ásmundi Erni Snorrasyni, Ásmundur hefur staðið sig vel á keppnisbrautinni og hefur meðal annars keppt fyrir Íslandshönd á Heimsmeistarmóti, hann var núna nýverið kjörinn Hestaíþróttamaður Reykjanesbæjar í sjötta skiptið. Frábært námskeið til að byrja veturinn hvort sem þú stefnir á keppnisbrautina eða til að bæta þig og reiðhestinn þinn. Enn eru laus pláss hjá Ása.

14.jan hefst Hestamennska hjá Sigrúnu Sig og Þórdísi Önnu, enn er hægt að skrá á það námskeið.

Við hvetjum félagsmenn til að senda okkur línu ef þið hafið óskir eða tillögur um námskeið sem við gætum reynt að koma á legg.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Fræðslunefnd Spretts

Allar námskeiðsfréttir

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Námskeiðahald