• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Námskeiðahald

Vinna í hendi og hringteymingar hjá Hrafnhildi Helgu.

Skrifað þann Nóvember 27 2018
  • Print
  • Netfang
Vinna í hendi
Núna í desember ætlum við að bjóða uppá námskeið hjá Hrafnhildi Helgu Guðmundsdóttur.
Kennt verður 2x í viku, 4 skipti alls. 10. 13.17 og 20. des
Boðið verður uppá hópa fyrir byrjendur og einnig þá sem hafa áður verið á svona námskeiði sl vetur.

Vinna í hendi:
Farið verður í hvernig hægt er að notast við vinnu við hendi til að hjálpa hestinum að skilja grunnábendingar og að ná betri stjórn á yfirlínu og andlegu og líkamlegu jafnvægi. Grundvöllur árangurs er að hesturinn sé sáttur og skilji ábendingar knapans, hvort sem það er frá jörðu eða á baki. Einnig verður farið í grunnatriði í hringteymingum og hvernig hægt er að nota það sem viðbót við fjölbreytta þjálfun til að byggja upp réttu vöðvana í hestinum.
Frábært að byrja veturinn á vinnu í hendi þegar hrossin eru að komast af stað í þjálfun.

Kennt verður á mánudögum og fimmtudögum.
4 saman í hóp.
Verð fyrir hvern þátttakenda er 11000.kr
Skráning fer fram í gegnum:
https://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add


Fræðslunefnd Spretts

Allar námskeiðsfréttir

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Námskeiðahald