• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Námskeiðahald

Undirbúningur fyrir keppni.

Skrifað þann Desember 29 2017
  • Print
  • Netfang
SúsannaNámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni.
10 - 21 árs.
Námskeiðin verða tvö, skiptast í fyrri hluta og seinni hluta, hægt að skrá sig í annað hvort eða bæði.Námskeiðin byggjast upp á fyrirlestrum, sýnikennslum og verklegri kennslu/ þjálfun.

Fyrri hluti: Lögð áhersla á fallega uppbyggilega reiðmennsku. Líkamsbeitingu knapa og hesta, liðkandi og mýkjandi æfingar, leiðir að fallegu formi.

Æskilegt að taka þátt í vetramótum til að meta stöðuna á sjálfum sér og hestinum, fá mömmu/pabba til að taka upp.


Seinni hluti: Lögð áhersla á fallega uppbyggilega reiðmennsku, rétta líkamsbeitingu knapa og hesta. Upphitun, liðkandi og mýkjandi æfingar, aukin burður og orka, afköst, slökun. Undirbúningur og æfingar á velli.


Fræðsla fylgir báðum námskeiðum í fyrirlestraformi og sýnikennslum. Fyrsti fyrirlestur þriðjud 9 jan knapar og foreldrar.


Kennari Súsanna Sand Ólafsdóttir er reiðkennari frá Hólum, Íþróttadómari og gæðingadómari.

Súsanna hefur endurmenntað sig í reiðlist í Andalúsíu undanfarin ár, þar er lögð áhersla á líkamsbeitingu, burð og léttleika.

Kennt verður fyrripart vetrar í Hattarvallahöllinni þegar líður að vori færum við okkur út á völl.
Eins og fyrr segir þá hefst fyrri hluti námskeiðsins 9.jan á fyrirlestrir.
Fyrri hlutinn stendur í 10.vikur.
Verð 22.000.
Skráning fer fram í gegum Sportfeng.

Fræðslunefnd Spretts

Allar námskeiðsfréttir

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Námskeiðahald