• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Námskeiðahald

Reiðnámskeið með Súsönnu Sand Ólafsdóttur

Skrifað þann Mars 14 2017
  • Print
  • Netfang
Viltu bæta burð og léttleika í hestinum þínum?
Bæta ásetu, samspil, mýkt og þjálni? 

Súsanna Sand Ólafsd. reiðkennari hefur endurmenntað sig undanfarin ár í spænskri/portúgalskri reiðmennsku í Andalúsíu.

Þar er lögð áhersla á líkamsbeitingu knapa og hests með áherslu á burð léttleika og þjálni, sem nýtist afar vel inn i okkar reiðmennsku.

Kennt verður á mánudögum í Sprettshöllinni.

Fyrsti tíminn verður mánudaginn 20. mars, ef næg þáttaka næst fyrir þann tíma. Annars verður fyrsti tími færður til 27. mars. Kennt verður í 5 skipti. Skráning fer fram í Sportfeng og er búið að opna fyrir hana nú þegar, skráningafresti líkur svo föstudaginn 24. mars.

Kennt verður í 30 min. einkatímum.

Verð 30.500 kr. á mann.

Nefndin áskilur sér rétt til að fella niður námskeið ef ekki næst næg þáttaka.

Kveðja,
Fræðslunefnd Spretts

Allar námskeiðsfréttir

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Námskeiðahald