Nýjustu fréttir og tilkynningar

Metamót næstu helgi, starfsfólk

Ég vil byrja á því að þakka þeim 8 aðilum sem eru tilbúnir að hjálpa okkur um helgina. Það vantar a.m.k. 20 aðila í viðbót. Eru ekki einhverjir félagsmenn sem eru tilbúnir að að leggja hönd á plóg næstu helgi og aðstoða okkur við framkvæmd á þessu flotta móti sem er eitt vinsælasta mót ársins.   Vinsamlega sendið póst á gudjon.gunnarsson@mountainguides.is með nafni og símanúmeri....

01-09-2014
- by Jónína Björk Vilhjálmsdóttir
Nánar »
Lokadagur skráningar á Metamótið

Minnum á að í dag er lokaskráningardagur á Metamót Spretts 2014. Keppnisgreinar mótsins eru:A – flokkur B-flokkurA-flokkur áhugamannaB-flokkur áhugamannaTölt T3100m ljósaskeið150m skeið250m skeið100m rökkurbrokk (skráð undir liðnum „annað"), 250m stökkForstjóratölt.Metamótnefnd Spretts...

01-09-2014
- by Jónína Björk Vilhjálmsdóttir
Nánar »
Fulltrúar á Landsþingi hestamanna 2014

Landsþing hestamanna verður haldið á Selfossi daganna 17-18 október n.k. Sprettur sendir skv. félagatali og reglum LH 13 fulltrúa á þingið. Stjórn Spretts hefur valið þá fulltrúa sem sækja þingið fyrir hönd félagsins en þeir eru:Linda Björk Gunnlaugsdóttir, formaðurHermann Vilmundarsson, varaformaðurLárus Finnbogason, gjaldkeriKristín Njálsdóttir, ritariBrynja Viðarsdóttir, meðstjórnandiHannes Hja...

31-08-2014
- by Jónína Björk Vilhjálmsdóttir
Nánar »
Metamótið í beinni á isibless.is

Nú hafa skipuleggjendur Metamótsins landað samningi við Isibless sem mun sjá um útsendingu á vefnum frá mótinu. Skráning er í fullum gangi og stendur til mánudagsins 1. september kl 23:59. Mótið verður haldið 5-7 september og keppt verður í A- og B-flokki, opnum flokki og áhugamannaflokki, tölti T3 Opnum flokki, 100m ljósaskeiði, 150m skeiði, 250m skeiði, 100m rökkurbrokki og nýjustu greininni 250...

31-08-2014
- by Jónína Björk Vilhjálmsdóttir
Nánar »
Mat á ástandi beitilanda

Haustin eru góður tími til þess að meta ástand beitarlanda. Þá er hægt að meta hvaða áhrif sumarbeitin, og eftir atvikum beit liðinna ára, hefur haft á beitarlandið. Beit er í sjálfu sér hvorki góð né slæm en hefur áhrif á gróður og vistkerfi. Fyrir þá sem nýta land er því mikilvægt að átta sig á því hvaða áhrif beitarskipulag þeirra hefur og að geta hagað b...

29-08-2014
- by Jónína Björk Vilhjálmsdóttir
Nánar »
Frumtamningarnámskeið

Í nóvember verður boðið uppá frumtamningarnámskeið hjá Spretti, kennari verður Robbi Pet.Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum, 4 saman í hóp.Fyrsti tíminn verður 3.nóv, bóklegur, sameiginlegur fyrir alla hópana.Opnað verður fyrir skráningar fljótlega.Verð 35.000.pr mannFræðslunefndin...

28-08-2014
- by Lilja Sigurðardóttir
Nánar »
Skráning á Metamótið

Metamótið sívinsæla verður haldið 5.-7.september. Keppt verður í A- og B-flokki, opnum flokki og áhugamannaflokki, Tölti T3 Opnum flokki, 100m ljósaskeiði, 150m skeiði, 250m skeiði, 100m rökkurbrokki og nýjustu greininni 250m stökki. Skráning í rökkurbrokk er undir liðnum "annað". Peningaverðlaun verða í efstu sætum í kappreiðum! Forstjóratöltið verður á sínum stað, en þar keppa styrktaraðilar mót...

28-08-2014
- by Jónína Björk Vilhjálmsdóttir
Nánar »
Ný reiðvegaskilti á svæðinu

Reiðveganefnd Spretts hefur ekki setið auðum höndum undanfarið. Nefndin hefur verið að því að vinna í uppsetningu á reiðvegaskiltum á athafnasvæði Spretts. Um er að ræða 18 vegpresta með samtals 48 vegvísum, einnig verða allir áningastaðir merktir. Búið að að setja upp vegpresta á Kjóavöllum, Vatnsendaheiði, við Elliðavatn, Smalaholt og við Bugðu, samtals 13. vegprestar. Það sem eftir er verður kl...

27-08-2014
- by Jónína Björk Vilhjálmsdóttir
Nánar »

Minnum á að lausaganga hunda á reiðvegum er bönnuð

Verum börnum okkar og annarra góðar fyrirmyndir og notum reiðhjálma!

Á döfinni

SEP
5

05.09.2014 - 07.09.2014
Meistaramót

Hvenær ætlið þið að sleppa hestunum?

Helgina 31 maí og 1 júní - 6.3%
Helgina 7 og 8 júní - 37.5%
Helgina 14 og 15 júní - 33.9%
Helgina 21 og 22 júní - 3.6%
Ætla ekki að sleppa hestunum, er með inni allt sumarið - 8.9%
Ekkert ofangreint á við - 9.8%

Samtals kosið: 112

SENDA EFNI TIL VEFSTJÓRA

á netfangið vefstjori (hjá) sprettarar.is

Leita á vefnum